Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Hleypt var af skotvopni á hótelherbergi í Reykjavík

Fimm voru handteknir eftir að hleypt var af skotvopni á hótelherbergi í Reykjavík. Lögregla lagði hald á skotvopnið og málið er til rannsóknar.Í Kópavogi var einn handtekinn eftir stunguárás með eggvopni.Þetta kemur fram í morgunpósti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þar segir að fangageymslur lögreglu séu fullar eftir nóttina. Alls rötuðu 58 mál á borð lögreglu frá klukkan fimm síðdegis í gær til klukkan fimm í morgun.Talsvert var um að ökumenn væru stöðvaðir vegna gruns um ölvun við akstur. Þar segir einnig að einn sé grunaður um sölu og dreifingu fíkniefna eftir að lögregla fann mikið magn fíkniefna og réðufé við leit.

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Engin ummæli

Um Blaðbera·Vefþjónusta