Þrjú þúsund stelpur keppa á stærsta fótboltamóti landsins
Símamótið hófst í Kópavogi í dag. Gríðarleg stemmning er í Fífunni, þar sem alls verða spilaðir um 1600 fótboltaleikir þessa þrjá daga sem mótið stendur.Reikna má með því að um þúsund manns komi að viðburðinum, með sjálfboðaliðum, dómurum og starfsfólki Breiðabliks, auk starfsfólks Kópavogsbæjar og Símans. Þá má ætla að um tíu þúsund manns sæki Kópavog heim þessa daga. FEÐUR Í BREIÐABLIKI HÉLDU FYRSTA STELPUMÓTIÐ ÁRIÐ 1985 Fyrsta mótið var haldið árið 1985, og kallaðist þá Gull og silfurmótið. Þá tóku nokkrir feður í Breiðabliki sig til og efndu til fótboltamóts fyrir stelpurnar, því þeim fannst heldur lítið vera að gerast í þeim efnum. Þetta er nú í fertugasta og fyrsta sinn sem mótið er haldið, en það hefu rverið haldið undir merkjum símans í rúm 20 ár.Hlynur Höskuldsson, formaður bar