Frjó er þriggja til fimm daga listahátíð sem hófst á Siglufirði í gær og stendur yfir helgina. Þetta er í níunda sinn sem hátíðin er haldin og verður bærinn sprúðlandi af listamönnum sem bera uppi fjölbreytta dagskrá: allt frá upplestrum, gjörningum, myndlistarsýningum og tónleikum.Það er Aðalheiður Sigríður Eysteinsdóttir myndlistarkona sem stofnaði hátíðina. Hún hýsir gesti heima hjá sér í Alþýðuhúsi sem er jafnframt vinnustofa hennar. Á fjórða tug listamanna hvaðanæva taka þátt í hátíðinni og segir hún andrúmsloftið oft töfrum gætt.Melkorka Ólafsdóttir heimsótti Aðalheiði í Alþýðuhúsið og ræddi við hana um hátíðina og listsköpunina í Tengivagninum á Rás 1.Frjó er þó langt frá því að vera eina hátíðin sem Aðalheiður stendur fyrir enda hefur hún mörg járn í eldinum. Til að mynda hófst hát