Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

„Þetta var orðið fullreynt“

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra segist hafa haldið í vonina fram á síðustu stundu um að viðræður þingflokksformanna og formanna myndu skila lendingu í veiðigjaldsfrumvarpið.„En þetta fór svona og ég studdi tillögu forseta heilshugar þegar hún kom fram því þetta var orðið fullreynt,“ sagði Hanna Katrín í viðtali við Magnús Geir Eyjólfsson fréttamann.Hún segir minnihlutann hafa haldið þinginu í gíslingu síðustu vikur og enginn bragur sé á því.„Það er ekki þingræði. Minnihlutinn hefur auðvitað málfrelsi og hefur mikilvægt aðhaldshlutverk. En það er ekki hlutverk minnihlutans að leggja lykkju á leið sína til að koma í veg fyrir að meirihlutinn geti unnið,“ segir Hanna Katrín.Atvinnuvegaráðherra segir að fullreynt hafi verið að ná samkomulagi um veiðigjaldsfrumvarpið. Hún studdi ti

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Engin ummæli

Um Blaðbera·Vefþjónusta