Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Breyta háskólakerfinu svo fleiri innflytjendur nái fótfestu

Rannsóknir sýna að ungt fólk af erlendum uppruna er síður líklegt til að hefja nám í háskóla og færri ljúka því. Þeir sem flytja til Íslands eftir grunnskólagöngu standa frammi fyrir fjölmörgum áskorunum í íslenska skólakerfinu.Á haustmisseri 2023 hófu Háskóli Íslands, Háskólinn á Akureyri, Háskólinn á Hólum og Landbúnaðarháskóli Íslands sameiginlegt verkefni um inngildingu innflytjenda í háskólanám.Markmið þess er að fjölga innflytjendum í háskólanámi og draga úr brotthvarfi með því að þróa ný úrræði og veita ráðgjöf og þjónustu. Þá verður mótuð sérstök inngildingarstefna og mótttökuáætlun, auk þess sem lögð verður áhersla á fræðslu og þjálfun starfsfólks háskólanna. ÞARF AÐ BREYTA DNA HÁSKÓLASAMFÉLAGSINS Joanna Marcinkowska, verkefnastýra inngildingarverkefnisins við Háskóla Íslands,

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Engin ummæli

Um Blaðbera