Græni liturinn er allsráðandi í Svarfaðardal þetta sumarið. Því fagna bændur eftir uppskerubrest síðasta sumar. Miklar skemmdir urðu þá á túnum á Norðurlandi eystra vegna kals, einkum í Hörgársveit, Svarfaðardal og á Áskógssandi.Karl Ingi Atlason, bóndi á Hóli í Svarfaðardal, segir uppskeru eftir fyrsta slátt sumarsins vera á pari við allt sumarið í fyrra. Þá hafi sláttur farið mun fyrr af stað í ár.Bændur í Svarfaðardal segja góðviðri í maí bjarga uppskeru frá sumarhreti. Miklar kalskemmdir urðu á túnum þar í fyrra en því er öfugt farið í ár. Strax í fyrsta slætti hefur heildaruppskeru í fyrra verið náð.„Þetta eru núna um 743 rúllur en í fyrra, eftir allan heyskapinn, vorum við komin með 740 rúllur,“ segir Karl.Hann þakkar hlýindum í maí að ekki fór verr í kuldatíð í byrjun sumars. Það sé