Þingfundur stendur enn yfir á Alþingi. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir það gríðarleg vonbrigði að ekki skuli hafa náðst lengra í samtali formanna stjórnmálaflokka um þinglok sem var innan seilingar í dag. Framsóknarflokkurinn hyggst leggja fram breytingartillögu um veiðigjald til að liðka fyrir samningaviðræðum um þinglok.„Aðilar voru bara einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt sem er mjög miður, ég held að það hefði verið mjög auðvelt að mætast á miðri leið,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson í samtali við Magnús Geir Eyjólfsson á Alþingi í kvöldfréttum.Sigurður Ingi segir Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra hafa slitið samningaviðræðum um þinglok. Það sé nú í höndum meirihlutans að semja um þinglok. Kristrún hefur fullyrt að veiðigjaldafrumvarpi