Einn helsti draumur bóndans á Eyjardalsá í Bárðardal, Önnu Guðnýjar Baldursdóttur, kemur til með að rætast í byrjun ágúst þegar hún tekur þátt í lengstu og erfiðustu kappreið í heimi, Mongol Derby í Mongólíu. Að ýmsu er að huga fyrir keppnina sem Anna gerir ráð fyrir að verði mikil þolraun en hún hefur nú opnað söfnunarsíðu vegna þátttöku sinnar.