Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Nýjar íslenskar á leið í búðir

Kartöflubændur eru farnir að taka upp úr ökrum sínum og nýjar íslenskar kartöflur eru væntanlegar í búðir á morgun. Þær eru bestar með smjöri og salti, segir bóndi.Bræðurnir Birkir og Helgi Ármannssynir kartöflubændur í Vesturholtum í Þykkvabæ rækta aðallega tegundirnar gullauga, rauðar og helgu og undanfarið hefur uppskeran verið á bilinu 1.000 til 1.300 tonn á ári.„Þetta er svona í fyrra fallinu. En þær hafa verið teknar upp í byrjun júlí, það hefur komið oft. En það tafði okkur aðeins, grösin frusu í byrjun júní og það seinkaði þessu aðeins,“ segir Birkir. „En þetta lítur bara vel út. Ég held þetta sé með betri árum. Eins og best verður á kosið.“Helgi bróðir hans tekur undir þetta: „Uppskeran er ágæt,“ segir hann.Tvö tonn voru tekin upp í dag og verða komin í búðirnar á morgun. Og til a

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Engin ummæli

Um Blaðbera