Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Oddviti segir nærsamfélagið jákvætt í garð vindaflsvirkjunar í Garpsdal

Framkvæmdaaðilar hafa átt í góðu samtali við nærsamfélagið í skipulagsferli vindaflsvirkjunarinnar sem EM Orka hyggst reisa í Garpsdal. Jóhanna Ösp Einarsdóttir, oddviti í Reykhólahrepp, segir að fjölgun starfa geti hjálpað til við uppbyggingu í Króksfjarðarnesi.„Í gegnum allt skipulagsferlið sem sveitarfélagið fór í gegnum varðandi vindorkuver í Skarpsdal hafa viðbrögð verið frekar jákvæð,“ segir Jóhanna Ösp Einarsdóttir, oddviti í Reykhólahrepp.Orkumálaráðherra tilkynnti að hann hygðist leggja til að Garpsdalur færi í nýtingarflokk þrátt fyrir að rammaáætlun hafi lagt til biðflokk. Að mati ráðherra ríkir meiri sátt um Garpsdal en aðra vindorkukosti. SAMFÉLAGSSJÓÐUR STYRKIR SAMFÉLAGSMIÐSTÖÐ EM orka er í eigu írska félagsins EMPower og hyggst starfrækja samfélagssjóð að írskri fyrirmynd

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Engin ummæli

Um Blaðbera