Kafbáturinn USS Newport News lagðist að bryggju á Grundartanga í morgun. Kafbáturinn er sá áttundi sem kemur í þjónustuheimsókn til Íslands frá því í apríl 2023 þegar Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, þáverandi utanríkisráðherra, veitti leyfi fyrir slíkum heimsóknum, en sá fyrsti sem leggst að bryggju.USS Newport News var tekinn í notkun 1989 og er þriðja skipið til að bera það nafn. Hann er árásarkafbátur, hugsaður til að kljást við önnur sjávarför. Hann ber ekki kjarnorkuvopn.