Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Kjarnorkukafbáturinn USS Newport News lagðist að bryggju á Grundartanga

Kafbáturinn USS Newport News lagðist að bryggju á Grundartanga í morgun. Kafbáturinn er sá áttundi sem kemur í þjónustuheimsókn til Íslands frá því í apríl 2023 þegar Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, þáverandi utanríkisráðherra, veitti leyfi fyrir slíkum heimsóknum, en sá fyrsti sem leggst að bryggju.USS Newport News var tekinn í notkun 1989 og er þriðja skipið til að bera það nafn. Hann er árásarkafbátur, hugsaður til að kljást við önnur sjávarför. Hann ber ekki kjarnorkuvopn.

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Engin ummæli

Um Blaðbera