Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Tveir nýir sæstrengir komnir á land í Eyjum

Búið er að leggja tvo nýja rafstrengi frá Landeyjarhöfn til Vestmannaeyja. Norska fyrirtækið Seaworks sá um að leggja sæstrengina en nú tekur við tengivinna í landi. Upplýsingafulltrúi Landsnets segir að við þetta aukist afhendingaröryggi til muna og veruleg tækifæri myndist við atvinnuuppbyggingu. STRENGIRNIR SAMTALS 26 KÍLÓMETRAR Norska fyrirtækið Seaworks, sem sérhæfir sig í lagningu neðansjávarrafstrengja, vann að lagningu á Vestmannaeyjastrengjum 4 og 5 til Eyja síðastliðna viku. Innlendir verktakar og kafarar tóku þátt í verkefninu sem hefur verið lengi í undirbúningi. Hvor strengur er 13 kílómetrar en 38 kílómetrar voru á keflinu öllu. Viðbótarefnið verður notað í lagningu á Mjólkárlínu 2 og sem varaefni.Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets, segir það hafa verið

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Engin ummæli

Um Blaðbera