Þegar Kvikmyndaskóli Íslands var að verða gjaldþrota á vormánuðum vaknaði spurning hjá embættismanni í menntamálaráðuneytinu um hvað ætti að gera við nemendurna? Væri endilega gott að þeir héldu áfram námi sínu undir merkjum Kvikmyndaskóla Íslands? Hvers konar prófgráðu væru þeir að útskrifast með? Hvers virði væri hún og hvað stæði á námskírteininu? GÖGN SEM FYLLA LÍKLEGA HEILA BÓK Spegillinn óskaði fyrir nokkru eftir öllum gögnum um mál Kvikmyndaskóla Íslands hjá háskólaráðuneytinu og menntamálaráðuneytinu. Þetta eru minnisblöð og ógrynni af tölvupóstum sem fylla eflaust heila bók.Kvikmyndaskólinn var stofnaður fyrir rúmum þrjátíu árum og stofnendur hans gengu lengi með þann draum að hann yrði Kvikmyndaháskóli. Í fyrstu var leitað eftir samstarfi við aðra íslenska háskóla. Háskóli Ísl