Bæjarstjóri Kópavogs segir vaxtarmörk höfuðborgarsvæðisins höfuðástæðu þess að lóðaskortur ríki og mögulega ástæðu þess að íbúðum í byggingu muni fækka á komandi ári samkvæmt nýrri könnun á vegum Samtaka iðnaðarins. Bæjarstjóri Garðabæjar segir Garðabæ hins vegar ekki finna til lóðaskorts, heldur hafi uppbygging verið jöfn og þétt þar í bæ.