Hæstiréttur staðfesti fyrr í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að fella úr gildi virkjunarleyfi Landsvirkjunar vegna Hvammsvirkjunar. Málið á sér langan aðdraganda en hugmyndir um virkjunina komu fyrst upp í lok liðinnar aldar. Margir spyrja sig eflaust um hvað málið snúist og um hvað sé deilt.