Leitar- og björgunarsveitir eru enn að leita að fólki sem saknað er eftir að flóðbylgja fór yfir miðhluta Texas á föstudag. Að minnsta kosti 170 manns er saknað.Flóðin hófust vegna úrhellisrigningar í síðustu viku sem leiddi til þess að Guadalupe-fljótið flæddi yfir bakka sína. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í nokkrum sýslum í Texas, en ástandið er einna verst í Kerr-sýslu.Að minnsta kosti 109 eru látin, þar á meðal 27 stúlkur og umsjónarmenn kristilegra sumarbúða. Flóðin eru þau mannskæðustu sem orðið hafa inni í landi í Bandaríkjunum í hartnær hálfa öld.Greg Abbott, ríkisstjóri Texas, heitir því að leit verði ekki hætt fyrr en búið er að bera kennsl á alla sem er saknað. 13 þyrlur og fjöldi dróna taka þátt í leitaraðgerðunum, auk fjölda sjálfboðaliða.„Ég hef tekið þátt í leit eftir