Pólsk stjórnvöld samþykktu refsiaðgerðir gegn Alexander Moshensky, auðmanni frá Belarús, sem þar til fyrir tveimur mánuðum var kjörræðismaður Íslands. Hann er með náin tengsl við Alexander Lukasjenko, forseta landsins.Þetta kemur fram í frétt pólsku sjónvarpsstöðvarinnar Tvn24.pl. Þar segir enn fremur að árum saman hafi Moshensky ferðast reglulega milli Minsk og Varsjár, þar sem hann rak fyrirtæki, þrátt fyrir náin tengsl við stjórnvöld í Belarús.Málið komst í kastljósið eftir sýningu heimildarmyndar blaðamannsins Bertolds Kittels, Człowiek Łukaszenki w Warszawie, sem á íslensku myndi kallast Maður Lukasjenko í Varsjá.Heimildir Tvn24.pl herma að eftir rannsókn skattyfirvalda á viðskiptum Moshenskys í Póllandi hafi þau formlega óskað eftir því að hann yrði settur á lista innanríkisráðuneyt