Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Fyrrum kjörræðismaður Íslands í Belarús beittur refsiaðgerðum í Póllandi

Pólsk stjórnvöld samþykktu refsiaðgerðir gegn Alexander Moshensky, auð­manni frá Belarús, sem þar til fyrir tveimur mánuðum var kjörræðismaður Íslands. Hann er með náin tengsl við Alexander Lukasjenko, forseta landsins.Þetta kemur fram í frétt pólsku sjónvarpsstöðvarinnar Tvn24.pl. Þar segir enn fremur að árum saman hafi Moshensky ferðast reglulega milli Minsk og Varsjár, þar sem hann rak fyrirtæki, þrátt fyrir náin tengsl við stjórnvöld í Belarús.Málið komst í kastljósið eftir sýningu heimildarmyndar blaðamannsins Bertolds Kittels, Człowiek Łukaszenki w Warszawie, sem á íslensku myndi kallast Maður Lukasjenko í Varsjá.Heimildir Tvn24.pl herma að eftir rannsókn skattyfirvalda á viðskiptum Moshenskys í Póllandi hafi þau formlega óskað eftir því að hann yrði settur á lista innanríkisráðuneyt

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Engin ummæli

Um Blaðbera