Stjórnarandstaðan kallar eftir fundi hjá Umhverfis- og samgöngunefnd þar sem farið verði yfir nýfallinn dóm Hæstaréttar, sem staðfesti dóm héraðsdóms þess efnis að fella úr gildi virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar. Guðbrandur Einarsson, formaður nefndarinnar, segir að sækja þurfi um bráðabirgðakleyfi.