Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur segir tafir á útgáfu starfsleyfa veitingastaða ekki stranda hjá stofnuninni. Slíkar tafir megi rekja til skorts á gögnum frá rekstraraðilum eða til ákvörðunar byggingarfulltrúa. Hann vísar á bug þeim ásökunum að heilbrigðiseftirlitið setji fólk á svartan lista fyrir að tjá sig.