Lítið jökulhlaup er hafið úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm. Ný flóðavöktunarstöð í Leirá syðri sýndi fyrstu merki um að hlaup væri hafið. Í tilkynningu frá Veðurstofunni kemur fram að undanfarna daga hafa rafleiðni og vatnshæð hækkað í Leirá Syðri skv. mælingum nýlegs vöktunarmælis framan við Sandfellsjökul.Hækkuð rafleiðni og vatnshæð sjást einnig í mælingum við brúna á þjóðvegi 1 yfir Skálm, en Leirá Syðri rennur í Skálm ofan vegarins. Að svo stöddu er um lítið hlaup að ræða en á þessum tímapunkti fer vatnshæð og rafleiðni enn þá smátt vaxandi.Hlaup eins og þessi frá jarðhitasvæðum við jökulbotn eru þekkt í ýmsum ám í kringum Mýrdalsjökul, svo sem í Múlakvísl og Fremri-Emstruá. Í lok júlí í fyrra var einnig lítið hlaup á sama stað og í kjölfar þess kom óvænt umtalsvert hlaup sem fl