Umhverfisverndarsamtökin Landvernd fagna niðurstöðu Hæstaréttar í máli Hvammsvirkjunar. Hæstiréttur staðfesti dóm héraðsdóms í málinu sem felldi úr gildi virkjunarleyfið.Þorgerður María Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar, kallar eftir því að niðurstaða dómsins verði virt. Umhverfisráðherra segir að búið sé að eyða óvissu í lögum um stjórn vatnamála með nýjum lögum og að Hvammsvirkjun verði að veruleika.Þorgerður segir ekki sjálfgefið að virkjunarleyfi fáist þrátt fyrir að lögin hafi verið uppfærð og að dómurinn hafi ekki tekið afstöðu til allra álitamála.„Það eru alls konar hlutir sem svona framkvæmdir þurfa að uppfylla samkvæmt lögunum og líka nýju lögunum og nú mun bara koma í ljós hvernig fer með það,“ segir Þorgerður.Hún gagnrýnir framkomu hins opinbera í málinu.„Allt tal um að þar