Tískuskvísan og pílates pæjan Friðþóra vinnur sem þjálfari hjá World Class og er nær undantekningarlaust óaðfinnanleg til fara, enda alltaf haft áhuga á klæðaburði. Friðþóra er í sambúð með tónlistarmanninum Patrik Atlasyni og eru þau bæði óhrædd við að fara eigin leiðir í fatavali en Friðþóra ræddi við blaðamann um tískuna og hennar persónulega stíl.