Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Dalai Lama mun endurholdgast á ný

Tenzin Gyatso, hinn 14. Dalai Lama, staðfesti í dag að hann verði ekki sá síðasti til að bera titilinn Dalai Lama.Dalai Lama er andlegur leiðtogi búddista í Tíbet og hefur samkvæmt sið þeirra endurholdgast aftur og aftur í rúmar sex aldir. Hins vegar hafa verið uppi efasemdir um að neinn Dalai Lama verði til eftir andlát hins núlifandi, enda er hann útlagi frá heimalandinu. Óttast er að stjórn Alþýðulýðveldisins Kína, sem lítur á Tenzin Gyatso sem uppreisnarmann og aðskilnaðarsinna, muni útnefna sinn eigin Dalai Lama þegar hann deyr og nota hann sem leiksopp sinn í Tíbet.Tenzin Gyatso hafði áður látið þau orð falla að ekki yrði annar Dalai Lama eftir sinn dag nema ríkur vilji væri fyrir því. Í dag sagði hann búddista víðs vegar að frá Himalajasvæðinu og frá hlutum Rússlands og Kína hafa bi

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Engin ummæli

Um Blaðbera