Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra sagði það dellu, sem fram kom í umfjöllun Morgunblaðsins í fyrradag, að hagnaður af fimm fisktegundum – síld, kolmunna, þorsk, ýsu og makríl – yrði ofmetinn samkvæmt nýjustu útgáfu frumvarpsins, sem aftur leiddi til þess að veiðigjöld yrðu í reynd mun hærri en 33% af raunverulegum hagnaði.