Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Ræddu veiðigjaldsfrumvarpið til hálffimm í morgun

Önnur umræða um veiðigjaldsfrumvarp ríkisstjórnarinnar hélt áfram á Alþingi í gær og lauk ekki fyrr en klukkan hálffimm í morgun. Hafði þá verið rætt óslitið frá klukkan ellefu en þingfundi var ítrekað frestað frá klukkan hálfátta vegna funda þingflokksformann, sem leituðust við að ná samkomulagi um þinglok og afgreiðslu mála. Ætla má að þeir hafi ekki haft erindi sem erfiði.Líkt og í flest síðustu skipti sem veiðigjaldsmálið hefur verið rætt tóku eingöngu þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna til máls. Þeir slógu sameiginlegan tón í ræðum sínum, þann að frumvarpið væri meingallað og að ríkisstjórnin ætti að draga það til baka.Jón Pétur Zimsen þingmaður Sjálfstæðisflokksins vék máli að hinni frægu jöfnu Alberts Einstein, E = mc2, og útskýrði fyrirbrigði á borð við ljóshraða, sólarorku og muni

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Engin ummæli

Um Blaðbera