Aix-Marseille-háskólinn í Frakklandi kynnti í vikunni til starfa átta bandaríska rannsakendur sem sóttu um vinnuaðstöðu í háskólanum samkvæmt verkefninu Öruggur staður fyrir vísindi. Háskólinn hóf þetta verkefni til að auðvelda bandarískum vísindamönnum að flytja rannsóknir og vísindastörf sín til Frakklands. Háskólasamfélagið í Bandaríkjunum á í afar stirðu sambandi við stjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Háskólar í Frakklandi og Evrópusambandinu hafa reynt að gera hosur sínar grænar fyrir kunnum bandarískum vísindamönnum til að efla rannsóknarstarf heima fyrir.„Grundvallarreglan um fræðafrelsi, og háskólakerfið í heild sinni, er í raunverulegri hættu í Bandaríkjunum,“ sagði Brian Sandberg, sagnfræðingur frá Illinois sem tók þátt í að skipuleggja móttökuathöfn fyrir landa sína í Aix-M