Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Aserar saka Rússlandsher um að skjóta niður farþegaflugvél

Fjölmiðlar í Aserbaísjan hafa birt ný gögn sem þeir segja sanna að rússneski herinn hafi skotið niður farþegaflugvél Azerbaijan Airlines í flugi 8243 í desember í fyrra. Vélin var á flugi frá asersku höfuðborginni Bakú til borgarinnar Grozní í Téténíu í Rússlandi. Hún brotlenti í vesturhluta Kasakstans á jóladag með þeim afleiðingum að 38 manns fórust. 29 manns lifðu brotlendinguna af en slösuðust illa.Í fyrstu var brotlendingin talin slys en stuttu eftir harmleikinn fóru Aserar að leiða líkur að því að rússnesk eldflaug hefði hæft flugvélina. Þeir sögðu að vélin hefði ekki fengið leyfi til að nauðlenda á neinum rússneskum flugvelli og hafi því tekið stefnu á Aktau í Kasakstan. Ilham Aliyev forseti Aserbaísjans fullyrti þann 29. desember að Rússar hefðu skotið flugvélina niður fyrir slysni

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Engin ummæli

Um Blaðbera