Þróunar- og byggingafélagið Reykjanes Investment hf. hefur undirritað samkomulag við Landey ehf., dótturfélag Arion banka, um kaup á fasteignum og lóðum í Helguvík á Reykjanesskaga.Arion banki hefur um nokkurra ára skeið leitað kaupenda að Helguvík. Þar var um tíma starfrækt kísilverksmiðja en henni var lokað eftir mikla andstöðu íbúa. ATVINNUSTARFSEMI Í SÁTT VIÐ UMHVERFI SITT Í tilkynningu frá Arion banka segir að Helguvík geti hýst margvíslega starfsemi og haft jákvæð áhrif á atvinnuuppbyggingu á Reykjanesskaga.„Það eru því góð tíðindi að nú taki heimamenn við keflinu, fólk sem þekkir vel til á Reykjanesi og hefur á undanförnum árum sinnt uppbyggingu á svæðinu. Nýir eigendur eru með metnaðarfulla framtíðarsýn og verður spennandi að sjá Helguvík fá nýtt hlutverk,“ er haft eftir Benedik