Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Reykjanes Investment kaupir kísilverksmiðjuna í Helguvík

Þróunar- og byggingafélagið Reykjanes Investment hf. hefur undirritað samkomulag við Landey ehf., dótturfélag Arion banka, um kaup á fasteignum og lóðum í Helguvík á Reykjanesskaga.Arion banki hefur um nokkurra ára skeið leitað kaupenda að Helguvík. Þar var um tíma starfrækt kísilverksmiðja en henni var lokað eftir mikla andstöðu íbúa. ATVINNUSTARFSEMI Í SÁTT VIÐ UMHVERFI SITT Í tilkynningu frá Arion banka segir að Helguvík geti hýst margvíslega starfsemi og haft jákvæð áhrif á atvinnuuppbyggingu á Reykjanesskaga.„Það eru því góð tíðindi að nú taki heimamenn við keflinu, fólk sem þekkir vel til á Reykjanesi og hefur á undanförnum árum sinnt uppbyggingu á svæðinu. Nýir eigendur eru með metnaðarfulla framtíðarsýn og verður spennandi að sjá Helguvík fá nýtt hlutverk,“ er haft eftir Benedik

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Engin ummæli

Um Blaðbera