Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Aukafjárveiting til vegagerðar á Vesturlandi og Vestfjörðum í höfn

Í fréttum RÚV í gær kom fram að Vegagerðin biði enn eftir staðfestingu á aukafjárveitingu til viðhalds vega á vestursvæði, sem nær yfir Vesturland og Vestfirði. Svæðisstjóra þar segir að það verði snúnara að hefja framkvæmdir eftir því sem líður á sumarið.Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra segir að þriggja milljarða króna aukafjárveiting til vegagerðar á Vesturlandi og Vestfjörðum sé í höfn og Vegagerðinni ekkert að vanbúnaði að hefja framkvæmdir.„Ég fékk samþykkt frá fjármálaráðherra í gær að þessi peningur kæmi úr almenna varasjóðnum, þannig að ég á ekki von á öðru en að Vegagerðin geti farið af stað, “ segir Eyjólfur.Ráðherra vonar að Vegagerðin geti farið í þau verkefni sem lagt var upp með á þessu ári og þessir þrír milljarðar geti nýst til verkefna í sumar þó svo að komið sé fram í

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Engin ummæli

Um Blaðbera