Veitingastaðurinn Askur Pizzeria sem hefur hingað til rekið sitt eina útibú á Egilsstöðum færir nú út kvíarnar. Það væri kannski ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að nýtt útibú veitingastaðarins sem opnað var nú um helgina er í borginni Weihai í Kína.