Fjölmennur íbúafundur var á Þingeyri í gær vegna þess að fiskeldisfyrirtækið Arctic Fish hyggst flytja fóðurstöð til Ísafjarðar. Þar með hverfa níu störf úr þorpinu.Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra, vísar til samfélagsábyrgðar Arctic Fish.„Mér finnst það bara ótrúlega sorglegt að í hjarta fiskeldisævintýrisins á Vestfjörðum, í Dýrafirði, að þar sé brothætt byggð,“ segir Eyjólfur.Samkvæmt upplýsingum ráðherra stendur nú til að loka einu búðinni eða sjoppunni á Þingeyri í lok mánaðar. Það sé eini staðurinn í þorpinu sem selur matvöru.„Það er bara ótrúlega sorglegt fyrir íslenskt samfélag. Ég get ekki sagt annað,“ segir Eyjólfur. GÓÐUR FUNDUR MEÐ BÆJARSTJÓRANUM Í ÍSAFJARÐARBÆ Innviðaráðherra segist hafa átt góðan fund með bæjarstjóranum í Ísafjarðarbæ í gærog rætt ýmis mál.„Ég tala mik