Þingflokksformenn stjórnar og stjórnarandstöðu sitja á fundi og reyna að ná samkomulagi um framhald þingstarfa og þinglok. Veiðigjaldið var rætt á þingfundi til rúmlega hálfþrjú í nótt. Þeirri umræðu var framhaldið á þingfundi sem hófst klukkan tíu í morgun. Umræðan um veiðigjaldsfrumvarpið er orðin sú þriðja lengsta frá 1991.Í tvígang hefur verið gert hlé á þingfundi í kvöld. Fyrst var hálftímahlé klukkan hálfátta og þegar klukkan sló átta var gert klukkustundarhlé eða til klukkan níu.Fréttastofa hefur ekki náð tali af þingflokksformönnum og þingmenn segjast bíða upplýsinga.