Donald Trump Bandaríkjaforseti kveðst ætla að standa fast á því að binda þurfi enda á stríðið á Gasa þegar hann fundar með forsætisráðherra Ísraels, Benjamin Netanjahú, í næstu viku. Á sama tíma færast hernaðaraðgerðir Ísraelsmanna í aukana á Gasa og Rauði krossinn varar við því að sjúkrahús geti ekki tekið á móti fleiri særðum.