Vitni lýsa skelfilegri aðkomu eftir loftárás Ísraelshers á fjölfarið kaffihús á Gaza. Margir blaðamenn sóttu kaffihúsið og barnaafmæli stóð yfir þegar herinn varpaði á það sprengjum.Al-Baqa kaffihúsið í Gaza-borg stóð enn eftir tæpa 19 mánuði af stríði - þangað til í gær. Gestir gátu tengst netinu og var kaffihúsið þess vegna vinsælt meðal blaðamanna.Á meðal þeirra sem voru drepin í gær var fréttaljósmyndarinn Ismail Abu Hatab. Það var líka barnaafmæli á kaffihúsinu þegar herinn varpaði sprengjunum og sjónarvottar lýsa aðkomunni sem skelfilegri.Nærri 40 voru drepin í loftárás Ísraelshers á fjölfarið kaffihús í Gaza-borg í gær. Barnaafmæli stóð yfir þegar árásin var gerð og kaffihúsið var vinsælt á meðal blaðamanna. Tugþúsundir barna hafa misst annað eða bæði foreldri í stríðinu.Staður full