Háskólinn á Bifröst kynnti í dag nýtt örnám í frumkvöðlastarfi sem hefst næsta haust. Námið verður alfarið kennt á ensku og er sérsniðið að nýjum íbúum á Íslandi sem ekki tala íslensku, með það að markmiði að auðvelda þeim aðgengi að háskólamenntun og tengingu við íslenskt samfélag og vinnumarkað.Anna Hildur Hildibrandsdóttir, fagstjóri skapandi greina hjá Háskólanum á Bifröst, segir að hugmyndin hafi kviknað í samtali við flóttamann og innflytjanda sem báðir höfðu áhuga á háskólanámi en fundu fyrir skorti á tengingum til að komast inn í íslenskt samfélag. > Mikið af fólki hefur hugmyndir sem það vill þróa og hungymdir sem það vill tengja við íslenskt samfélag. REYNA AÐ BRÚA ÞRÖSKULD Námið er samstarfsverkefni Háskólans á Bifröst, Listaháskóla Íslands og þjónustumiðstöðvar í Breiðholti