Samfylkingin ekki mælst með meira fylgi síðan 2009
Samfylkingin er með mesta fylgi sem flokkurinn hefur mælst með í sextán ár, samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Aðrir stjórnarflokkar tapa fylgi og stuðningur við ríkisstjórnina dalar.Samfylkingin bætir við sig prósentustigi á milli mánaða; fer úr 30,7 prósentum í 31,8 prósent. Flokkurinn hefur ekki mælst með meira fylgi síðan í apríl 2009, í stjórnartíð Jóhönnu Sigurðardóttur. Sjálfstæðisflokkurinn tapar hins vegar tæpu prósentustigi á milli mánaða og mælist með 20,6 prósent. ÞJÓÐARPÚLS GALLUP JÚNÍ 2025 Könnun gerð 2.-30. júní 2025. Fleiri kannanir og greiningar má finna á ruv.is/kosningar. Viðreisn dalar sömuleiðis og mælist nú með 13,7 prósent en Miðflokkurinn bætir við sig um tveimur prósentustigum og fær 10,7 prósent. Flokkur fólksins missir prósentustig og er með 6,5 prósent. Fylg