Yfirlýsing atvinnuvegaráðherra nýverið um að til standi að meta burðarþol í Eyjafirði fyrir sjókvíaeldi kom félögum SUNN, samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi, verulega á óvart. Harpa Barkardóttir er í stjórn samtakanna.„Mig langar varla til þess að trúa því að hún hafi talað með þessum hætti. Sérstaklega þegar nýtt frumvarp um lagareldi er í bígerð og við eigum eftir að sjá hvernig það kemur út.“Harpa segir skoðanakönnun frá því í haust sýna með skýrum hætti hver afstaða íbúa sé til sjókvíaeldis. Þar hafi 60% svarenda verið neikvæðir, um 30% hlutlausir og 10% verið jákvæðir. AÐEINS FIMM ÁR SÍÐAN HAFRÓ TALDI TILEFNI TIL AÐ BANNA SJÓKVÍAELDI Í FRIÐINUM Harpa segir umræðuna hafa verið mikla fyrir um fimm árum. Þá hafi verið skorað á ráðherra sem óskaði eftir áliti Hafrannsóknastofnunar.„