Frá og með 1. ágúst verður línuleg dagskrá sjónvarpsstöðvar Sýnar í opinni dagskrá. Breytingin er liður í áherslubreytingum Sýnar, eftir endurskipulagningu fyrirtækisins á dögunum. Streymisveitan SÝN+ verður aðeins opin áskrifendum en þar birtist efni áður en það er sýnt í línulegri dagskrá. Á SÝN+ verður einnig að finna efni sem ekki birtist í opinni dagskrá.„Við viljum leyfa landsmönnum að upplifa SÝN,“ segir Herdís Dröfn Fjelsted, forstjóri Sýnar, í samtali við fréttastofu.Síðan á síðasta ári hafa sjónvarpsfréttir Sýnar, áður Stöðvar 2, og Ísland í dag verið í opinni dagsskrá. Engra breytinga er að vænta á því fyrirkomulagi.