Sanna Magdalena Mörtudóttir segir stöðuna sem upp er komin í Sósíalistaflokknum furðulega og segir sárt að líða illa í eigin flokki. Hún vill ekki svara því hvort hún hafi íhugað að segja sig úr flokknum og stofna nýtt stjórnmálaafl undir merkjum Vorstjörnunnar, en kveðst hafa fengið hvatningu úr ýmsum áttum.Aðalfundur Vorstjörnunnar var haldinn í gærkvöldi en þar var ný stjórn félagsins kjörin, þar á meðal Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalista. Fundargestum var heitt í hamsi og hélt ný framkvæmastjórn Sósíalistaflokksins því fram að fundurinn hafi verið ólöglegur. SKIPT UM SKRÁR Á FÉLAGSHÚSNÆÐI FLOKKSINS Deilur um Sósíalistaflokk Íslands hörðnuðu um helgina þegar ný framkvæmdastjórn kærði þrjá flokksmenn til lögreglu fyrir efnahagsbrot. Deilurnar snúast um fjárreiður o