Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof

Lengra fæðingarorlof fyrir foreldra fjölbura og vegna veikinda á meðgöngu var samþykkt á Alþingi í gær. Móðir þríbura segir lengri tíma þýða að bæði foreldri geti verið lengur heima.Foreldrar eiga samkvæmt nýjum lögum rétt á lengra fæðingarorlofi eða greiðslu fæðingarstyrks í sex mánuði fyrir hvert barn sem fæðist umfram eitt.„Mér finnst þetta frábærar fréttir, enda eitthvað sem hefur þurft að breyta í langan tíma. Það hafa ekki verið gerðar breytingar í þessum málum í mörg ár,“ segir Hanna Björk Hilmarsdóttir, móðir þríbura. Hún hefur vakið athygli á þörf fjölburaforeldra fyrir lengra fæðingarorlof. Þegar hún átti sín börn fékk hún þrjá mánuði aukalega með hverju barni. Maðurinn hennar gat ekki verið lengi heima og eftir sex mánuði var hún ein í orlofi með þrjú ungabörn.„Þessi tími sat sv

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Engin ummæli

Um Blaðbera