Íslenska sprotafyrirtækið Veriate ehf. sem þróar athugasemda- og skorkerfið Speakness fyrir fjölmiðla, hefur gengið frá samstarfssamingi við fjárfestingarfélagið TGC Capital Partners sem er fjarfestingararmur Gateway group. Fjárfesting TGC Capital Partners gerir Veriate kleift að fjölga forriturum fyrir Speakness en prófanir á forritinu eru þegar hafnar hjá Nútímanum.is.