Norðurþing hefur með sérstöku markaðsátaki náð að fjölga umtalsvert komum minni skemmtiferðaskipa sem hafa samfélagsábyrgð og umhverfisvernd að leiðarljósi. Markaðsstjóri hafnanna í Norðurþingi segir komur leiðangursskipanna skipta sköpum fyrir samfélögin vítt og breitt um landið.