Ætla að auka þróunaraðstoð
Ráðstefna Sameinuðu þjóðanna um þróunarmál er haldin á tíu ára fresti. Ráðstefnan hófst í Sevilla á Spáni í morgun og hana sækja fulltrúar fjölda ríkja, samtaka og fjármálafyrirtækja. Þar eru sett markmið um aðstoð við þróunarríki næstu ár. Á ráðstefnu árið 2002 var samþykkt að efnuð ríki verðu 0,7 prósentum af vergri þjóðarframleiðslu til þróunarmála.Framlög á heimsvísu lækkuðu um sjö prósent í fyrra, samkvæmt Efnahags- og framfarastofnuninni. Bandaríkin, Bretland, Frakkland og Þýskaland hafa dregið úr framlögum sínum á sama tíma og aukin áhersla er á framlög til öryggis- og varnarmála.Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra situr ráðstefnuna fyrir Íslands hönd. Hún segir að í dag, á fyrsta degi ráðstefnunnar, hafi borið hæst eindreginn vilja til að láta þróunaraðstoð virka. „Það