Hæg norðanátt, með vindhraða upp á 5 til 10 metra á sekúndu, gerir það að verkum að veður á Norður- og Austurlandi verður heldur hráslagalegt í dag. Þar verður víða súld eða dálítil rigning og hiti á bilinu 5 til 9 stig.Sunnanlands verður mildara veður. Þar má gera ráð fyrir einhverjum skúrum. Hiti verður á bilinu 10 til 15 stig yfir daginn og við Faxaflóa ætti að létta til. Á morgun verður fremur hæg vestlæg eða breytileg átt, skýjað með köflum og víða dálitlar skúrir. Hiti yfirleitt á bilinu 7 til 13 stig.Á miðvikudag snýst í suðlæga átt með vætu um landið sunnan- og vestanvert, en stöku skúrir og sæmilega milt veður á Norðaustur- og Austurlandi.