Niðaóskirkja í Þrándheimi.Wikipedia CommonsÞjófavarnarkerfi Niðarósdómirkju í Þrándheimi í Noregi gall við laust eftir klukkan fimm í nótt að staðartíma. Starfsmenn öryggisfyrirtækis kölluðu lögreglu til þegar þeir sáu ummerki um mannaferðir.Ekki er vitað hversu miklu var stolið en starfsfólk kirkjunnar grennslast fyrir um það. Samkvæmt fréttum NRK virðist ekki hafa verið farið inn í kirkjuskipið sjálft.Lögreglumenn sáu strax að dyr gestamóttöku höfðu verið brotnar upp og fé stolið úr búðarkassa. Laganna verðir gengu fram á karlmann á þrítugsaldri við kirkjuna og töldu að það væri innbrotsþjófurinn. Upptökur úr öryggismyndavélum sanna þó að einhver annar var að verki.