Auka þarf aftur hlutfallsleg framlög til menntakerfisins og skoða hvort breyta þurfi menntun kennara til að tryggja eðlilega þróun og þjónustu í skólamálum. Þetta er mat yfirmanns skólamála hjá Reykjavíkurborg. Hann segir þó margt hafa breyst til batnaðar í menntamálum á undanförnum árum. Íslenska menntakerfið fær slaka einkunn í nýrri efnahagsskýrslu OECD. Stofnunin vísar til hríðversnandi frammistöðu nemenda í PISA-könnunum, mikils munar á frammistöðu barna með íslenskan og erlendan bakgrunn, og segir brotalamir í menntakerfinu geta valdið þjóðinni miklum efnahagslegum skakkaföllum í framtíðinni. „Þetta er kannski ekki áfellisdómur en þetta hefur vissulega stefnt í ákveðna átt, og það er auðvitað stórt áhyggjuefni," segir Steinn Jóhannsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjaví