Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

„Erfitt en nauðsynlegt“ að Úkraína segi sig frá jarðsprengjusamningi

Volodymyr Zelensky forseti Úkraínu vill að Úkraína segi sig frá alþjóðlegum jarðsprengjusamningi og hefur undirritað tilskipun þess efnis. Þetta kemur fram í skjali sem birt var á vef úkraínska forsetaembættisins.Til þess að ógilda aðild Úkraínu að samningnum þarf samþykki úkraínska þingsins og svo þurfa stjórnvöld þar að staðfesta ákvörðunina við Sameinuðu þjóðirnar.Samningurinn kveður á um bann við meðal annars notkun og birgðasöfnun jarðsprengna, og um eyðingu þeirra. 162 ríki eiga aðild að honum. Þeirra á meðal er Ísland en ekki Bandaríkin eða Rússland. Mannúðarsamtök um allan heim hafa fordæmt notkun þeirra harðlega.Jarðsprengjur eru taldar sérstaklega hættulegar, sér í lagi vegna þess að þær sitja gjarnan eftir löngu eftir að þeim er komið fyrir og jafnvel eftir að átökum lýkur. Því

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Engin ummæli

Um Blaðbera