Volodymyr Zelensky forseti Úkraínu vill að Úkraína segi sig frá alþjóðlegum jarðsprengjusamningi og hefur undirritað tilskipun þess efnis. Þetta kemur fram í skjali sem birt var á vef úkraínska forsetaembættisins.Til þess að ógilda aðild Úkraínu að samningnum þarf samþykki úkraínska þingsins og svo þurfa stjórnvöld þar að staðfesta ákvörðunina við Sameinuðu þjóðirnar.Samningurinn kveður á um bann við meðal annars notkun og birgðasöfnun jarðsprengna, og um eyðingu þeirra. 162 ríki eiga aðild að honum. Þeirra á meðal er Ísland en ekki Bandaríkin eða Rússland. Mannúðarsamtök um allan heim hafa fordæmt notkun þeirra harðlega.Jarðsprengjur eru taldar sérstaklega hættulegar, sér í lagi vegna þess að þær sitja gjarnan eftir löngu eftir að þeim er komið fyrir og jafnvel eftir að átökum lýkur. Því