Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Óvíst hvenær segulómtækið við Hringbraut kemst í gagnið

Eina segulómtækið á Landspítalanum við Hringbraut hefur verið óvirkt í tvær vikur og ekki er víst hvenær hægt verður að koma því aftur í gagnið. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum er beðið eftir þúsund lítra takni af helíni til þess að keyra tækið upp.Landspítalinn hefur tvö önnur segulómtæki til afnota á Landspítalanum í Fossvogi. Ekki er ljóst hvort bið eftir rannsókn hafi orðið eftir að tækið við Hringbraut varð óvirkt.Samkvæmt upplýsingum frá Landspítala hefur hins vegar þurft að flytja sjúklinga frá Landspítalanum við Hringbraut í Fossvog með tilheyrandi óþægindum.Tækið varð óvirkt eftir að starfsmaður í ræstingum fór inn í segulómherbergið fyrir slysni og skúringatæki festist umsvifalaust við segulómtækið vegna þess hve sterkur segull þess er.Til þess að losa skúringatækið þurft

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Engin ummæli

Um Blaðbera