Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Fordæma heróp gegn Ísraelsher á Glastonbury í gær

Það er óhætt að segja að bein útsending BBC frá Glastonbury hátíðinni í gær hafi dregið dilk á eftir sér. Meðal sveita sem komu fram var pönk-rapp dúettinn Bob Vylan ), sem leiddi tónleikagesti með sér í ákall um frjálsa Palestínu, áður en ákallið barst gegn Ísraelsher.Tvær hljómsveitir eru til rannsóknar hjá bresku lögreglunni eftir framkomu þeirra á Glastonbury hátíðinni í gær. Önnur þeirra fékk áhorfendur með sér til að hrópa heróp gegn Ísraelsher.En hafið þið heyrt þetta, spurði forsprakkinn Bobby Vylan, og hrópaði dauði, dauði, yfir IDF, sem er skammstöfun Ísraelshers.Herópið leiddi til fordæmingar bæði breskra stjórnvalda og ísraelska sendiráðsins í Bretlandi. Sendiráðið sagðist í miklu uppnámi yfir herskáum og hatursfullum skilaboðum sem heyrðust í beinni útsendingu BBC frá Glastonb

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Engin ummæli

Um Blaðbera