Áslákur Ingvarsson lærði við tónlistardeild Listaháskóla Íslands vorið 2021 og lauk framhaldsnámi úr söngdeild Konunglegu konservatóríunnar í Haag haustið 2022. Hann leikur nú ásamt Hallveigu Rúnarsdóttur í óperunni Símanum eftir ítalsk-ameríska tónskáldið Gian Carlo Menotti. Sýningin er í Iðnó í leikstjórn Pálínu Jónsdóttur. Næsta sýning er 1. júlí. Áslákur var gestur Sigurlaugar Margrétar Jónasdóttur í Segðu mér á Rás 1. „VIÐ TÖKUM EKKI ENDILEGA EFTIR ÞEIM SEM ERU EKKI ALLTAF AÐ PÓSTA“ Hann segist ekki vera virkur á samfélagsmiðlum og að sig skorti þörf til að deila persónulegu lífi sínu þar. „Ég held það séu fleiri eins og ég en við tökum eftir. Við tökum ekki endilega eftir þeim sem eru ekki alltaf að pósta.“Hann er ekki þar með sagt lokaður, hann nýtur þess að eiga í samtölum við f